Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Áramótin nálgast!

Höfundur: • 23. des, 2018 • Flokkur: Almennt

Kæru gæludýraeigendur.

Áramótin nálgast og þegar er farið að bera á hávaða frá flugeldum. Mikilvægt er að undirbúa alla ferfætta heimilisvini tímanlega undir sprengi,,gleðina“ kringum áramótin.

Lesið greinina hér á vefsíðunni um ,,Áramótin nálgast“ og kynnið ykkur leiðbeiningarnar vel.

Eigi að gefa dýrinu róandi lyf þarf að gera það áður en hræðslan nær yfirhöndinni, því þá getur verið erfitt að ná tökum á ástandinu.

Mikilvægt er að hafa í huga, að hundar eiga alls ekkert erindi á brennur eða flugeldasýningar og engin ástæða er til að taka þá áhættu sem kann að fylgja því að fara með þá þangað. Skynsamlegt er
jafnframt að loka kisu inni dagana fyrir áramótin eða fara með hana út í beisli.

Hesteigendur eru einnig hvattir til að huga vel að hestum sínum og byrgja glugga í hesthúsinnu og hafa góða tónlist ,,á fóninum“! Mikilvægt er að líta til þeirra reglulega til að ganga úr skugga um að allt sé í góðu lagi.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Comments are closed.