Gleðileg jól, farsæl og friðsæl áramót!
Höfundur: Helga Finnsdóttir • 22. des, 2024 • Flokkur: AlmenntÓska öllum viðskiptavinum stofunnar, sem og gæludýraeigendum nær og fjær, gleðilegrar jólahátíðar og ljóss og friðar á nýju ári og megi komandi ár verða okkur öllum boðberi heilsu og hamingju.
Þakka ykkur öllum, kæru viðskiptavinir, góð og ánægjuleg samskipti á líðandi ári.
Með hátíðarkveðjum.
Helga Finnsdóttir, dýralæknir
Nú er kalt í veðri og því gott að lesa greinina á www.dyralaeknir.com um hvað sé gott að gera til að gera yfirstandandi kuldatíð léttbærari fyrir alla fjórfætta vini!
Helga Finnsdóttir , dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta.
Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem Helga Finnsdóttir hefur skrifað