Stofan
Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur var stofnuð árið 1981 og frá upphafi hefur verið lögð áherzla á faglega þekkingu og góða þjónustu við viðskiptavini stofunnar.
Þekking – Reynsla – Þjónusta
Hverrar tegundar sem dýrið þitt er, þá bjóðum við ykkur velkomin hingað á stofuna og munum sinna ykkur af alúð og umhyggju.
Rannsóknir
Stofan er mjög vel búin tækjum til margvíslegra rannsókna og aðgerða.
Hér eru ný og mjög fullkomin blóðrannsóknartæki, ómskoðunar- og stafræn röntgenmyndatæki, tæki til tannhreinsunar o.fl. o.fl.
Blóðrannsóknartækin eru af nýjustu gerð
Tímapantanir og viðtalstímar eru alla virka daga milli 09 -11 í síma 553 7107
Utan almenns vinnutíma og um helgar, er neyðarþjónusta fyrir veik eða slösuð dýr.
Upplýsingar um vakthafandi dýralækni eru í síma 553 7107.
Starfsfólkið
Helga Finnsdóttir, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 – 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta.
Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 – 1992, ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta og verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.