Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107
Í okkar augum er dýrið þitt einstakt.

Velkomin(n) á vefsíðu Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi 15, en sérgrein Helgu eru sjúkdómar hunda og katta með áherzlu á æxlun og pörun hunda.

Þekking – reynsla – þjónusta

Sama hverrar tegundar sem dýrið þitt er, þá bjóðum við ykkur velkomin hingað á stofuna og munum leitast við að sinna ykkur af þekkingu, alúð, umhyggju og áratuga reynslu.

Stofan er mjög vel búin tækjum svo sem blóðrannsóknar- og stafrænum röntgentækjum, tækjum til ómskoðunar og tannhreinsunar.
Geymum einnig fryst sæði.

TÍMAPANTANIR OG VIÐTALSTÍMAR

eru alla virka daga milli klukkan 09-11

í síma 553 7107.

{Lesa meira»}

Nýjustu greinar

Hótelhósti »

eða smitandi barka- og berkjubólga (Infektiøs tracheobronchitis), er bráðsmitandi sjúkdómur  sem nær yfir lungu og öndunarveg hunda og veldur misalvarlegum veikindum.
Hótelhósti brýst gjarnan út þar sem margir hundar eru samankomnir og eins og til dæmis á hundahótelum og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt, hundasýningum og námskeiðum.

Áramótin nálgast! »

    Áramótin nálgast og þá fer að bera á hávaða frá flugeldum. Þessi tímamót eru spennandi tími fyrir marga sprengju-glaða menn, en eru þó að sama skapi tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr. Hávaðinn og ljósglamparnir sem fylgja flugeldunum  og skottertunum geta valdið þeim verulegri hræðslu og svo mikilli að jafnvel djörfustu veiðihundum […]

Kynþroski tíka, lóðarí og getnaðarvarnir »

Tíkur verða kynþroska á aldrinum 6 – 12 mánaða að meðaltali sem getur verið bæði einstaklings- og tegundabundið. Fyrstu einkenni kynþroskans er stækkun ytri kynfæra og blóðug útferð og þá er sagt að tíkin sé lóða.

Hundaskottið og táknmál þess!»

Líkamstjáning hundsins er nokkuð flókin en skottið sem er áberandi líkamshluti hans sýnir hugarástand hans, rétt eins og andlitið sýnir svipbrigði okkar.

Kórónaveiran, hundar og kettir!»

Kórónaveiran COVID-19 skekur nú heimsbyggðina svo um munar, en er hún hættuleg gæludýrunum okkar, geta þau veikst eða jafnvel smitað okkur?

Hundar, vetrarkuldar, skjólföt – eða ekki?»

Á að klæða hunda í föt og getur það verið nauðsynlegt? Hvenær er of kalt fyrir lítinn hund að vera úti og er eitthvert viðmið sem hundeigendur geta stuðst við? Í meðfylgjandi grein má lesa hvað beri að varast þegar kalt er í veðri og skoða ,,kulda“töflu sem er gott að hafa til hliðsjónar miðað við veður.