Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Aðgerð á hundi með starblindu (katarakt)

Höfundur: • 10. maí, 2005 • Flokkur: Fréttir
Fyrir aðgerð var tíkin nánast blind og gekk á.

Fyrir aðgerð var tíkin nánast blind og gekk á.

Öfluga smásjá þurfti við aðgerðina.

Öfluga smásjá þurfti við aðgerðina.

Tíkin, 2ja ára cavalíer king charlesspaníel, greindist  á síðasta ári með meðfædda starblindu. Grunur hafði reyndar vaknaði snemma um að augun væru ekki heilbrigð sem reyndist svo rétt í augnskoðun. Þegar greining lá fyrir, hafði sjónin versnað mikið og reyndist tíkin nær alblind, óörugg og vansæl útivið. Eigandinn tók þá ákvörðun að láta gera aðgerð á augunum svo hundurinn gæti lifað eðlilegu og heilbrigðu lífi. Svona aðgerð er auðvitað bæði vandasöm og mikið nákvæmisverk, en öllum til mikillar gleði tókst hún eins og bezt varð á kosið. Við skoðun daginn eftir virtist  tíkin glöð, ánægð og örugg með sig. Það mun svo auðvitað taka einhvern tíma fyrir augun að jafna sig eftir aðgerðina og hundinn að gera sér grein fyrir endurheimtri sjón.

Tveimur vikum seinna.

Tveimur vikum seinna.

Sjónin virðist vera prýðileg og fylgist hundurinn vel með öllu sem hreyfist og úti við eru hreyfingarnar og áhuginn á umhverfinu ekkert frábrugið öðrum hundum – og ári seinna er ekki hægt að sjá að eitthvað hafi verið að augunum!

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd