Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Fréttir

Sæðing með frystu sæði

Höfundur: • Sunnudagur, 4.maí, 2008 • Flokkur: Fréttir

Innflutt, frosið sæði er spennandi valkostur fyrir ræktendur á Íslandi til að bæta stofna með frábærum undaneldishundum!Virkjum okkur!

Höfundur: • Miðvikudagur, 18.jan, 2006 • Flokkur: Fréttir

„Hverju viltu breyta, ertu með góða hugmynd? Nú er komið að þér að eiga beinan þátt í mótun Reykjavíkur.“ Þetta góða boð fengum við Reykjavíkingar nýlega frá umhverfissviði borgarinnar. Með þeim orðum hvetur það okkur borgarbúa til að koma á framfæri hugmyndum okkar um betri Reykjavík og geta þannig átt beinan þátt í mótun hennar. […]Hundainflúenza, nýr smitsjúkdómur í hundum

Höfundur: • Sunnudagur, 16.okt, 2005 • Flokkur: Fréttir

Inflúenzunnar hefur ekki enn orðið vart utan Bandaríkjanna, en hvarvetna hafa yfirvöld dýraheilbrigðismála verulegar áhyggjur af þessum nýja smitsjúkdómi í hundum. Eins og allir vita er inflúenza bráðsmitandi, svo það er mjög skiljanlegt að sjúkdómurinn veki ugg, ekki sízt hjá hundeigendum þar sem ekki er enn hægt að bólusetja gegn honum. Sjúkdómurinn greindist fyrst í […]Aðgerð á hundi með starblindu (katarakt)

Höfundur: • Þriðjudagur, 10.maí, 2005 • Flokkur: Fréttir

Tíkin, 2ja ára cavalíer king charlesspaníel, greindist  á síðasta ári með meðfædda starblindu. Grunur hafði reyndar vaknaði snemma um að augun væru ekki heilbrigð sem reyndist svo rétt í augnskoðun. Þegar greining lá fyrir, hafði sjónin versnað mikið og reyndist tíkin nær alblind, óörugg og vansæl útivið. Eigandinn tók þá ákvörðun að láta gera aðgerð […]Rafmagnsólar og þjálfun

Höfundur: • Mánudagur, 9.maí, 2005 • Flokkur: Fréttir

Þeir eru áreiðanlega fáir hundeigendurnir sem telja, að hundur verði hlýðnari með notkun tækja sem meiða hann. Það er þó því miður staðreynd, þó í algjörum undantekningartilfellum sé, að hundar eru þjálfaður með gadda-, rafmagns- eða hátíðnihálsólum. Það er illt til þess að hugsa að nokkur skuli telja það árangursríkt, jafnvel bara nokkuð flott, að […]Bann við innflutningi á eðlum og skjaldbökum

Höfundur: • Miðvikudagur, 23.feb, 2005 • Flokkur: Fréttir

Umræða um bann við innflutningi sumra tegunda skriðdýra skýtur alltaf upp kollinum öðru hverju, en innflutningur skriðdýra á borð við skjaldbökur, slöngur og eðlur hefur verið bannaður frá því snemma á 9. áratug síðusta aldar. Mörgum virðist þetta heldur ósanngjarnt bann, en samkvæmt eftirfarandi grein Gísla Jónssonar, sérgreinadýralæknis á Keldum, er sannarlega rík ástæða fyrir […]Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.jan, 2005 • Flokkur: Fréttir

Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni hefur loksins litið dagsins ljós. Ákvæði nýju reglugerðarinnar eru mun afdráttarlausari og skýrari en gömlu reglugerðarinnar, enda gilti hún raunar aðeins um dýrahald í atvinnuskyni og var auk þess almennt orðuð. Sú reglugerð náði einnig yfir öll dýr en ekki gæludýr eingöngu. Löngu var […]Niðurgangskvilli í hundum hefur gert vart við sig í hundum í vor og sumar

Höfundur: • Laugardagur, 25.sep, 2004 • Flokkur: Fréttir

Snemma í vor bar á því, að hundar fengju niðurgang og stundum fylgdu uppköst með. Í flestum tilfellum varð hundurinn ekki lasinn og gekk þetta yfir á nokkrum dögum. Í byrjun var því um kennt að hundurinn hefði étið eitthvað miður hollt, gleypt geitung eða orðið kalt. En með haustinu varð ljóst að ekki var […]Bólusetning gegn smáveirusótt hafin með lifandi bóluefni

Höfundur: • Laugardagur, 11.okt, 2003 • Flokkur: Fréttir

Hér á stofunni var byrjað að bólusetja hunda gegn smáveirusótt með lifandi bóluefni föstudaginn 10.október, en fram til þessa hafði notkun lifandi bóluefnis verið bönnuð. Hundeigendur urðu margir hverjir varir við það í sumar, að bóluefni gegn smáveirusótt var ekki fáanlegt. Ástæðan var sú að bóluefnið Canlan, sem inniheldur mótefni gegn bæði smáveirusótt og smitandi […]