Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Almennt

Hvað ber að varast á vorin?

Höfundur: • Laugardagur, 1.jún, 2024 • Flokkur: Almennt, Hundar

Vorið er skemmtilegur tími bæði fyrir hunda og hundeigendur sem hlakka til skemmtilegrar útiveru og hjóla- eða göngutúra, eftir langan vetur. Vorblómin gleðja augað, en ekki er allt sem sýnist, því mörg algengustu blómin í görðunum okkar eru eitruð og geta valdið óþægilegum, og jafnvel hættulegum, eitrunum nái hvolpur eða hundur að sleikja þau.



Áramótin nálgast!

Höfundur: • Sunnudagur, 11.des, 2022 • Flokkur: Almennt

    Áramótin nálgast og þá fer að bera á hávaða frá flugeldum. Þessi tímamót eru spennandi tími fyrir marga sprengju-glaða menn, en eru þó að sama skapi tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr. Hávaðinn og ljósglamparnir sem fylgja flugeldunum  og skottertunum geta valdið þeim verulegri hræðslu og svo mikilli að jafnvel djörfustu veiðihundum […]



Hundar, vetrarkuldar, skjólföt – eða ekki?

Höfundur: • Fimmtudagur, 8.des, 2022 • Flokkur: Almennt

Á að klæða hunda í föt og getur það verið nauðsynlegt? Hvenær er of kalt fyrir lítinn hund að vera úti og er eitthvert viðmið sem hundeigendur geta stuðst við? Í meðfylgjandi grein má lesa hvað beri að varast þegar kalt er í veðri og skoða ,,kulda“töflu sem er gott að hafa til hliðsjónar miðað við veður.



Kynþroski hundsins, ófrjósemisaðgerð – eða ekki?

Höfundur: • Þriðjudagur, 8.mar, 2022 • Flokkur: Almennt

Hundar verða kynþroska á aldrinum 8 – 10 mánaða og þá hefst framleiðsla karlhormóna sem stýra kynhvötinni, framleiðslu sáðfrumanna og kynbundnu atferli hundsins. Eigendur hunda spyrja oft um hvort eigi að gelda hundinn eða ekki og því miður eru svörin afar misvísandi. Lesið allt um geldingu eða ekki!



Veirukvef!

Höfundur: • Fimmtudagur, 17.feb, 2022 • Flokkur: Almennt

Undanfarnar vikur hefur hér á höfuðborgarsvæðinu borið nokkuð á einkennum í öndunarfærum hunda með þurrum hósta og nefrennsli og meira en eðlilegt kann að teljast. Sjúkdómurinn virðist bráðsmitandi, en sem betur fer hefur afar lítið borið á alvarlegum veikindum og flestir smitaðir hundar virðast ná sér fljótt og vel á einhverjum dögum.



Kynþroski tíka, lóðarí og getnaðarvarnir

Höfundur: • Föstudagur, 30.apr, 2021 • Flokkur: Almennt

Tíkur verða kynþroska á aldrinum 6 – 12 mánaða að meðaltali sem getur verið bæði einstaklings- og tegundabundið. Fyrstu einkenni kynþroskans er stækkun ytri kynfæra og blóðug útferð og þá er sagt að tíkin sé lóða.



Hundaskottið og táknmál þess!

Höfundur: • Föstudagur, 15.jan, 2021 • Flokkur: Almennt

Líkamstjáning hundsins er nokkuð flókin en skottið sem er áberandi líkamshluti hans sýnir hugarástand hans, rétt eins og andlitið sýnir svipbrigði okkar.



Kórónaveiran, hundar og kettir!

Höfundur: • Sunnudagur, 15.mar, 2020 • Flokkur: Almennt

Kórónaveiran COVID-19 skekur nú heimsbyggðina svo um munar, en er hún hættuleg gæludýrunum okkar, geta þau veikst eða jafnvel smitað okkur?



Súkkulaði – nammi fyrir alla?

Höfundur: • Laugardagur, 15.apr, 2017 • Flokkur: Almennt, Hundar

Súkkulaði er áreiðanlega meðal þess besta sem margir tvífættir fá og gæða sér á. Þó gott sé, er það er það víst bæði fitandi fyrir okkur og skemmir tennurnar, en fyrir hunda og ketti (og hesta)  getur það verið enn skaðlegra. Súkkulaði inniheldur nefninlega efnasambönd sem geta valdið eitrun hjá dýrum, séu þau innbyrt í […]



Legbólga

Höfundur: • Miðvikudagur, 31.ágú, 2016 • Flokkur: Almennt

Legbólga er hættulegur sjúkdómur í tíkum og einnig læðum. Algengast er að tíkur veikist eftir 4 – 6 ára aldur og að fjórðungur þeirra fái legbólgu eftir 10 ára aldur.