Fuglainflúensa H5N5
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Fimmtudagur, 30.jan, 2025 • Flokkur: AlmenntFuglainflúensa, H5N1, bráðsmitandi veirusjúkdómur (A veira) í fuglum, barst fyrst til landsins árið 2021.
Fuglainflúensa hefur ekki greinzt í öðrum dýrategundum en fuglum hér á landi fyrr en núna í janúar. Þá staðfesti Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum tvö tilfelli skæðrar fuglainflúensu af stofninum H5N5 í köttum á höfuðborgarsvæðinu sem eru alvarleg tíðindi fyrir alla, ekki sízt kattaeigendur, en þetta eru fyrstu staðfestu tilfellin í köttum í heiminum.
Til að hindra fleiri smit og alvarleg veikindi, verður að koma í veg fyrir að kisa komist í tæri við, eða éti, veika/dauða fugla eða komist í fugladrit.