Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Hundar

Hvað ber að varast á vorin?

Höfundur: • Laugardagur, 1.jún, 2024 • Flokkur: Almennt, Hundar

Vorið er skemmtilegur tími bæði fyrir hunda og hundeigendur sem hlakka til skemmtilegrar útiveru og hjóla- eða göngutúra, eftir langan vetur. Vorblómin gleðja augað, en ekki er allt sem sýnist, því mörg algengustu blómin í görðunum okkar eru eitruð og geta valdið óþægilegum, og jafnvel hættulegum, eitrunum nái hvolpur eða hundur að sleikja þau.Sjúkdómar í íslenzkum fjárhundi

Höfundur: • Mánudagur, 18.júl, 2022 • Flokkur: Hundar

Þrátt fyrir litla stofnstærð, og fullmikinn skyldleika, eru arfgengir og meðfæddir kvillar sem betur fer ekki margir í íslenzka fjárhundinum. Hér er getið helztu sjúkdóma sem hafa verið staðfestir í stofninum. Ekki mátti miklu muna að þessi þjóðargersemi okkar glataðist vegna andvaraleysi, en þakka má Íslandsvininum og áhugamanninum um íslenzka fjárhundinn, Mark Watson sem vakti athygli á þessari þjóðargersemi okkar að ekki fór illa.Hótelhósti

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.jan, 2022 • Flokkur: Hundar

eða smitandi barka- og berkjubólga (Infektiøs tracheobronchitis), er bráðsmitandi sjúkdómur  sem nær yfir lungu og öndunarveg hunda og veldur misalvarlegum veikindum.
Hótelhósti brýst gjarnan út þar sem margir hundar eru samankomnir og eins og til dæmis á hundahótelum og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt, hundasýningum og námskeiðum.Súkkulaði – nammi fyrir alla?

Höfundur: • Laugardagur, 15.apr, 2017 • Flokkur: Almennt, Hundar

Súkkulaði er áreiðanlega meðal þess besta sem margir tvífættir fá og gæða sér á. Þó gott sé, er það er það víst bæði fitandi fyrir okkur og skemmir tennurnar, en fyrir hunda og ketti (og hesta)  getur það verið enn skaðlegra. Súkkulaði inniheldur nefninlega efnasambönd sem geta valdið eitrun hjá dýrum, séu þau innbyrt í […]Kviðslit

Höfundur: • Sunnudagur, 2.feb, 2014 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Kviðslit er sjúkdómur sem orsakast af því að kviðveggurinn er ekki nægilega sterkur á afmörkuðu svæði svo hluti kviðfitu eða garna treðst út um gatið. Sennilega kannast flestir hunda- eða kattaræktendur við það að einn og einn kettlingur eða hvolpur fæðist með mjúka kúlu á maganum sem getur stækkað eða minnkað eftir aðstæðum.Rangstæð augnhár

Höfundur: • Sunnudagur, 24.feb, 2013 • Flokkur: Hundar

Rangstæð augnhár eru augnhár sem vaxa í ,,vitlausa“ átt. Slík augnhár og geta valdið bæði óþægindum og sársauka en eru líka stundum alveg einkennalaus.Nýr þráðormur finnst í hundum á Íslandi

Höfundur: • Sunnudagur, 4.mar, 2012 • Flokkur: Hundar

Í febrúar 2012 greindist í fyrsta sinni þráðormurinn Strongloides stercoralis í hundum á Íslandi, en hundarnir voru keyptir frá hundabúinu Dalsmynni. Nú 30. janúar 2013 hefur aftur greinzt mjög alvarlegt smit í hvolpi þaðan!Kolur fær sjónina á ný!

Höfundur: • Föstudagur, 13.jan, 2012 • Flokkur: Hundar

Í byrjun janúar var gerð hér á stofunni flókin aðgerð á augum schnauzerhundsins Kols, en hann greindist með starblindu á síðasta ári og var orðinn nær blindur.Völustallur – nýr, miðlægur gagnagrunnur fyrir gæludýr

Höfundur: • Miðvikudagur, 4.jan, 2012 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Nýr, miðlægur gagnagrunnur, Völustallur, í eigu Dýralæknafélags Íslands hefur verið tekinn í notkun, en mikil nauðsyn hefur verið á slíkum grunni til að auðvelda leit að eigendum dýra sem hafa t.d. týnst.Húðmaur (Cheyletiella)

Höfundur: • Föstudagur, 16.apr, 2010 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Cheyletiella er áttfætlumaur, þ.e. hefur 4 pör af fótum sem fullorðinn og kynþroska maur. Maurinn berst auðveldlega á fólk, því hann er í hópi þeirra sníkjudýra sem setur ekki fyrir sig hvern eða hverja hann bítur!