Hótelhósti
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Fimmtudagur, 13.jan, 2022 • Flokkur: Hundar
eða smitandi barka- og berkjubólga (Infektiøs tracheobronchitis), er bráðsmitandi sjúkdómur sem nær yfir lungu og öndunarveg hunda og veldur misalvarlegum veikindum.
Hótelhósti brýst gjarnan út þar sem margir hundar eru samankomnir og eins og til dæmis á hundahótelum og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt, hundasýningum og námskeiðum.