Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Leiðbeinandi aðgerðargjöld

Þekking – reynsla – þjónusta

Leiðbeinandi aðgerðargjöld frá janúar 2021

Eftirfarandi verð eru leiðbeinandi aðgerðargjöld án lyfja, efniskostnaðar og annars er til kann að falla við rannsóknir, læknisverk og aðgerðir.

Breytist forsendur við skoðun á stofu, rannsókn eða læknisaðgerð má búast við hækkun á aðgerðargjaldi.

Útkall utan vinnutíma eru 23.900 krónur og við aðgerðargjald leggjast 60% en 100% á helgi- og stórhátíðisdögum.

Komugjald á stofu: 7.598 krónur.

Rannsóknir, ómskoðun og röntgenmyndataka frá 9.500 krónum.

Einföld aðgerð, án svæfingar eða deyfingar, frá 11.500 krónum.

Einföld aðgerð í svæfingu frá 13.500 krónum.

Meðalstór aðgerð í svæfingu frá 28.000 krónum.

Stór aðgerð í svæfingu frá 56.000 krónum.

Vottorð frá 3.500 krónum.

Helga Finnsdóttir
Helga Finnsdóttir

Helga Finnsdóttir, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980.  Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 – 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta.
Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 – 1992, ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta og verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.