Nýtt, fjölþátta bóluefni loks komið!
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Þriðjudagur, 15.júl, 2008 • Flokkur: Fréttir
Nýtt og margþátta, lifandi bóluefni, Rekombitec C4, ætlað hundum, er nú loksins komið á markaðinn hér, en það veitir það vörn gegn smáveirusótt (Parvo), smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis), hótelhósta (Kennelcough) og hundapest (Canine Distemper).