Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Sæðing með frystu sæði

Höfundur: • 4. maí, 2008 • Flokkur: Fréttir

Sæðing er notuð til að auka líkur á getnaði, eigi tilvonandi foreldrar í einhverjum vandræðum með að geta parast eðlilega. Síðan getur fjarlægðin milli hunds og tíkur verið mikil eins og t.d. búi hundurinn og tíkin sitt í hvoru landinu og þegar kröfur eru um einangrun, eins og hér á landi.

Ekki er heimilt að flytja hingað til lands ófrosið sæði,en  veruleg hætta getur verið á að með því geti borizt alvarlegir og hættulegir sjúkdómar til landsins; sjúkdómar sem þakkarvert er að vera laus við.

Sæðisbanki

Til að koma til móts við ræktendur er rekinn sæðisbanki, þ.e. geymsla á frystu sæði hér á Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi, en innflutningur á frystu sæði getur verið mikil lyftistöng fyrir ræktun.

Frosið sæði

Við frystingu er óhætt að segja að sáðfrumurnar fara í gegn um harðhenta meðhöndlun og ekki síður þegar þær eru vaktar til lífsins á ný og þess vegna eru þær líka viðkvæmari, og skammlífari, en ella. Eigi að vera von um árangur verða þær því að komast beint inn í legið.

Sæðing með frystu sæði

Sæðing með frosnu sæði er vandasöm og krefst mun meiri nákvæmni en þegar sætt er með fersku sæði.Vegna þess hve skammlífar sáðfrumurnar eru eftir þíðingu, en líftími þeirra er aðeins um 20 klst, verður að vita nákvæmlega hvar tíkin er í lóðaríinu, þ.e. hvenær egglosið muni eiga sér stað.

Leghálsinn er ekki alltaf vel aðgengilegur – og þarf mikla þjálfun til að komast inn í legið

Til þess að staðfesta hvenær egglosið hafi átt sér stað, eða muni eiga sér stað, þarf að taka blóðsýni til að mæla styrk hormónsins prógesteróns í blóðinu, en egglosið verður þegar hann hefur náð ákveðnum styrk og svo nákvæm mæling  er einungis möguleg á rannsóknarstofum.

Það er auðvitað misjafnt frá tík til tíkar hvenær það á sér stað og því getur þurft að taka fleiri blóðsýni.

Sæðið verður að komast beint í leg, þ.e. inn í gegn um leghálsinn og er að annað hvort gert með sérstöku áhaldi, e-r spjóti sem er þrætt upp í legið eða með skurðaðgerð. Fjöldi stráa í sæðingu fer eftir gæðum sæðisins og það er sá dýralæknir sem tók sæðið og frysti, sem sendir leiðbeiningar um það hvernig eigi að þíða sæðið og fjölda stráa.

Árangur

Ómskoðun 4 vikum eftir sæðingu staðfestir að sæðingin hafi heppnast vel!

Fyrsta tíkin var sædd hér á stofunni árið 2007 og heppnaðist aðgerðin mjög vel! Árangurinn hefur verið vel viðunandi síðan og fjöldi fæddra hvolpa í goti frá 1 og upp í 9 stykki!

Árangurinn með sæðingu með frosnu sæði hefur verið allgóður hér á stofunni og vonumst við auðvitað til að svo verði áfram!

Við bjóðum upp á faglega ráðgjöf um allt er viðkemur æxlunarfræði, þ.e. pörun, meðgöngu, fæðingu og umönnun hvolpa.

 

Hér má sjá nokkra eðalhvolpa sem eru árangur af vel heppuðum sæðingum með frystu sæði!

 

.Depla fædd í júlí 2007Milla fædd í desember 2007

 

 

 

 

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd