Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Rafmagnsólar og þjálfun

Höfundur: • 9. maí, 2005 • Flokkur: Fréttir
Rafmagnsól

Rafmagnsól

Þeir eru áreiðanlega fáir hundeigendurnir sem telja, að hundur verði hlýðnari með notkun tækja sem meiða hann. Það er þó því miður staðreynd, þó í algjörum undantekningartilfellum sé, að hundar eru þjálfaður með gadda-, rafmagns- eða hátíðnihálsólum. Það er illt til þess að hugsa að nokkur skuli telja það árangursríkt, jafnvel bara nokkuð flott, að geta beygt hundinn sinn til hlýðni með fjarstýrðu tæki í mikilli fjarlægð.

Umhverfisstofnun sem fer með dýraverndunarmál, þarf alltaf öðru hverju að  hafa afskipti af innflutningi rafmagnshálsóla fyrir hunda, þó notkun þeirra og viðlíka tækja sé bönnuð á Íslandi sbr. 5. mgr. 5.gr. reglugerðar nr. 1077/2004 um gæludýr og dýrahald í atvinnskyni, en þar segir: Óheimilt er að nota hvers konar tæki og tól sem kunna að valda gæludýri sársauka eða hræðslu, þar með talin rafmagns- og gaddahálsbönd. (Sjá reglugerð í heild sinni)

Hönnunin á þessari hálsól bendir sterklega til þess að ekki þurfi mikið átak til að hundurinn hlýði...

Hönnunin á þessari hálsól bendir sterklega til þess að ekki þurfi mikið átak til að hundurinn hlýði...

Rannsóknir sýna, að þjálfun með aðferðum sem valda sársauka og hræðslu er árangurslítil og tæplega vel til þess fallin að byggja upp traust milli þjálfarans og hundsins. Lesið greinina: Training dogs with help of the shock collar; short and long term behavioural effects, en í henni kemur fram að þjálfun með rafmagni er ekki einungis óþægileg, heldur líka bundin sársauka og ótta.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd