Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Virkjum okkur!

Höfundur: • 18. jan, 2006 • Flokkur: Fréttir

„Hverju viltu breyta, ertu með góða hugmynd? Nú er komið að þér að eiga beinan þátt í mótun Reykjavíkur.“

Þetta góða boð fengum við Reykjavíkingar nýlega frá umhverfissviði borgarinnar. Með þeim orðum hvetur það okkur borgarbúa til að koma á framfæri hugmyndum okkar um betri Reykjavík og geta þannig átt beinan þátt í mótun hennar. Þetta er ágætis hugmynd og gott framtak hjá borgaryfirvöldum og ber sannarlega að fagna.

Hundeigendur!
Notum tækifærið og skorum á umhverfissvið Reykjavíkur að:

LEYFA HUNDAHALD OG GERA NÝJA SAMÞYKKT UM HUNDAHALD

Hundahald í Reykjavík er staðreynd, svo ákvæði núverandi samþykktar um bann við hundahaldi er auðvitað algjörlega óviðunandi og borgaryfirvöldum til skammar..En það er ekki eina ákvæði samþykktarinnar sem er óásættanleg fyrir reykvízka hundeigendur eða þá borgara Reykjavíkur sem hyggjast fá sér hund. Þau eru fjölmörg og mörg þess eðlis, að ætla mætti að bæði hundeigendur og hundahald í borginni séu borgaryfirvöldum mikill þyrnir í augum og einungis til eintómra vandræða!

Sameinumst því um að gera góða borg enn betri og sendum eftirfarandi áskorun (eða ítarlegri) til umhverfissviðs borgarinnar á vefnum www.hallveigarbrunnur.is

Ég skora á borgaryfirvöld að afnema bann við hundahaldi í Reykjavík og setja um leið algjörlega nýja reglugerð um hundahald, sem bæði hundeigendur og borgaryfirvöld geta sætt sig við.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd