Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Augnsjúkdómar í hundum á Íslandi

Höfundur: • 18. mar, 2008 • Flokkur: Hundar
 Undanfarna tvo áratugi hefur Hundaræktarfélag Íslands gengist fyrir árlegum augnskoðunum í þeim tilgangi að skoða hunda með tilliti til arfgengra augnsjúkdóma sem valda sjóndepru og eða blindu.

Regluleg augnskoðun er mikilvæg leið til að kanna heilbrigðisástand hundanna með tilliti til þessara sjúkdóma. Hún er jafnframt leið til að sporna við undaneldi frá þeim hundum sem greinast með einkenni arfgengra augnsjúkdóma og hefta frekari útbreiðslu þeirra gena sem framkalla þá.

Í vestrænum löndum hefur tekizt að minnka tíðni arfgengra augnsjúkdóma með markvissum augnskoðunum þúsunda hunda, með þeim árangri, að færri hundar verða blindir – og fleiri hundeigendur gleðjast yfir heilbrigðum hundi!

Stöðugt er unnið að þróun DNA-prófa, en með þeirra hjálp er unnt að finna, eða útiloka, heilbrigða arfbera. Þegar eru nokkur slík próf á markaðnum fyrir nokkra augnsjúkdóma í nokkrum hundategundum. Þrátt fyrir þessi próf verða augnskoðanirnar áfram mikilvægur hluti í baráttunni gegn arfgengum augnsjúkdómum.

Augnskoðanirnar hér á landi hafa sýnt að útbreiðsla og tíðni augnsjúkdóma er sú sama og annars staðar í Evrópu. Og hvað varðar íslenska fjárhundinn, þá finnast sömu augnsjúkdómar í honum hér á landi og í Evrópu og Norður-Ameríku, en til skamms tíma var talið að svo væri ekki. Fyrir tveimur árum var ráðist í rannsókn á 100 íslenzkum fjárhundum, en þá lágu fyrir staðfest tilfelli arfgengrar starblindu í hundum m.a. í Svíþjóð. Í skoðuninni fundust 6 hundar með arfgenga starblindu og síðan þá hafa samtals 12 hundar greinzt með þennan arfgenga sjúkdóm. Strax var gripið til öflugra ráðstafana í ræktunarstarfinu sem virðist hafa gefið góða raun, því í síðustu skoðun nú á dögunum, þar sem enn og aftur voru skoðaðir 100 hundar, fannst aðeins einn nýr hundur með starblindu.

Finn Boserup, dýralæknir sem um árabil hefur komi hingað í þeim tilgangi að augnskoða hunda, tók saman eftirfarandi yfirlit um helztu sjúkdóma sem hafa fundizt augnskoðunum.

1. Tvísett augnhár (Distichiasis)

 

Hér sést hvernig tvísetta augnhárið snýr öfugt og ertir augað

Hér sjást tvísettu augnhárin greinilega

Hér sjást tvísettu augnhárin greinilega

 

 Þegar talað er um tvísett augnhár er átt við  augnhár sem vaxa innávið að hornhimnu augans í stað útávið eins og eðlilegt er. Eins og sést á fyrstu myndinni hér að neðan ganga auka augnhárin (rauð) út úr kantinum á augnlokinu inn að hornhimnunni og  snerta hana. Aukaaugnhárin geta verið mjög stíf (eru það þó ekki alltaf ) og  valda þá auðvitað ertingu á hornhimnunni,  jafnvel sárum og tárarennsli. Mögulegt er  að fjarlægja rangstæðu augnhárin þurfi þess með. Tvísett augnhár eru álitin vera arfgengur kvilli.
Á myndinni hér til hægri sjást tvísett augnhárin stingast út úr kantinum á augnlokinu. Stífu augnhárin geta valdið verulegum óþægindum og vanlíðan.          

 

 2. Visnun í hornhimnu (Cornea Dystrophy)

Hér er sár á hornhimnunni vegna visnunarinnar 

Grái, hringlaga bletturinn er visnaði hluti hornhimnunnar

Grái, hringlaga bletturinn er visnaði hluti hornhimnunnar

 

  Misstórir blettir geta myndazt við truflun á ensímframleiðslu fruma í hornhimnunni. Kvillinn er sársaukalaus og venjulegast sjálfhættur, en er hins vegar álitinn arfgengur.

Á myndinni til hægri sést að það hefur myndast sár á hornhimnunni af völdum visnunarinnar. 
 

 

 

 

3. Góðkynja kirtilæxli í tárakirtli í 3ja augnloki (Cherry eye)

Á bakhlið 3ja augnloks augans er tárakirtill sem getur stækkar þegar í honum myndast góðkynja (kirtil)æxli. Þá verður ekki lengur pláss fyrir kirtilinn á sínum stað og hann verður vel sýnilegur í augnkróknum.

 Þó æxlið sé góðkynja verður að koma kirtlinum aftur fyrir á sínum stað, en það er gert með skurðaðgerð. Án hennar myndast hætta á ofþurrki í auganu með aldrinum vegna táraþurrðar, en kirtillinn framleiðir helming allra augntáranna. Þessi sjúkdómur er álitinn vera arfgengur.

Tárakirtillinn á bakhlið 3ja augnloksins gægist upp í augnkrókinn

Mörgum bregður við að sjá tárakirtilinn á augnkróknum

  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
4. Starblinda (Cataract) 

Í ísl. fjárhundinum finnst þessi gerð starblindu

 

 Mörg afbrigði starblindu eru þekkt sem og mismunandi staðsetning hennar í augnlinsunni. Einkenni hennar eru misjöfn eftir tegund, en í alvarlegustu tilfellunum verður linsan alveg ógegnsæ og veldur blindu.Starblinda getur verið mjög framsækin í sumum hundategundum og veldur þá  alvarlegum einkennum, en er skaðlaus í öðrum tilfellum.Sú tegund starblindu eins og sést á myndinni  til vinstri er sambærileg við þá gerð starblindu sem finnst í íslenzkum fjárhundi. Sama gerð starblindu finnst einnig í fjölmörgum öðrum hundategundum s.s.  retríeverhundum, síberíuhundum og alaskamalamuthundum. Ekki eru öll afbrigði starblindu arfgeng því þau geta verið tengd sykursýki, slysi, rangri fóðrun ungviðis eða bólgum í augnlinsunni. Finnist orsökin ekki, er skynsamlegt að ætla starblinduna arfgenga.

 

 

5. Arfgeng, vaxandi sjónurýrnun (Progressiv Retinal Atrofi/PRA) 

Heilbrigð sjóna og æðirnar greinilegar
Heilbrigð sjóna og æðarnar greinilegar

 

Vaxandi sjónurýrnun er mjög alvarlegur og arfgengur sjúkdómur í sjónunni sem veldur blindu. Ástæðan er sú að æðarnar í sjónunni rýrna – og hverfa að lokum svo hún fær enga næringu og rýrnar líka.Fyrstu einkenni arfgengrar, vaxandi sjónurýrnunar er náttblinda sem með tímanum veldur algjörri blindu.Sjúkdómurinn sem er sársaukalaus og ólæknanlegur, er þekktur í mörgum hundategundum, en það er hins vegar mismunandi eftir tegund á hvaða aldri einkenni hans koma í ljós.  Staðfesting sjúkdómsins fæst með augnskoðun en einnig er mögulegt,  í sumum hundategundum, að staðfesta hann, eða útiloka, með DNA greiningu.

 

 

Hér eru engar æðar eftir og hundurinn er alblindur

Hér eru engar æðar eftir og hundurinn er alblindur

Hér sést að æðarnar eru nær horfnar

Hér sést að æðarnar eru nær horfnar

         Hér eru tvær svo tvær óheilbrigðar sjónur                 

 

 

 

 

 

 

6. Sjónumisvöxtur (Retinal Dysplasia/RD)  

Sjónumisvöxtur er meðfæddur og arfgengur sjúkdómur. Til eru tvö afbrigði hans þar sem annars vegar myndast felling/fellingar á sjónunni sem þá losnar frá undirlaginu (multifocal) eins og dökkgræna fellingin sem sést á myndinni til vinstri eða þá að sjónan losnar á samfelldara svæði eins og á myndinni til hægri (geografic).Sjónumisvöxtur finnst í mörgum hundategundum er ólæknanlegur og getur valdið algjörri blindu losni sjónan alveg.

Hér er fellingin á sjónunni eins og dökkgrænt strik

Hér er fellingin á sjónunni eins og dökkgrænt strik

Brúnleitu rákirnar eru fellingar í sjónunni

Brúnleitu rákirnar eru fellingar í sjónunni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7.  Afbrigðileiki í collíaugum (Collie Eye Anomali/CEA)

Hjá collíhundum finnst alvarlegur augnsjúkdómur sem hefur nokkrar birtingarmyndir sem eru allt frá því að vera nánast einkennalausar til þess að valda algjörri blindu á báðum augum. Um er að ræða vansköpun æðunnar (chorioidea), sjóntaugarinnar og jafnvel líka sjónunnar. Erfðir eru nú taldar tengjast mörgum genum en ekki einu eins og áður var talið.

Misvöxtur æða

Misvöxtur æða

 

Misvöxtur í æða- og sjónuhjúp (Chorioretinal dysplasi/CRD) veldur minnstum einkennum og finnst hjá nánast öllum hundunum sem hafa sjúkdóminn.

Litarefni vantar í litlag sjónunnar og æðarnar í æðahjúpnum eru óeðlilegar.Til að greina sjúkdóminn er bezt að skoða hvolpa 6 – 8 vikna því í einhverjum tilfellum getur litarefni í sjónunni breiðst út og falið misvöxtinn.
 
 
 
 
 
  
Sjóntaugarglufa

Sjóntaugarglufa

Sjóntaugarglufa (Coloboma) er galli á sjóntaugardoppunni þ.e. þeim stað þar sem sjóntaugin gengur frá sjónunni til heilans. Þarna getur myndast misstór glufa og fara einkennin eftir því hve stór hún er. Sé glufan stór getur hún valdið sjóndepru eða jafnvel  blindu.

Á myndunum sést glufan eins og hringur innan í hvíta hringnum (sem er sjóntaugardoppan).Sjónan getur losnað á hluta eða alveg  og getur líka verið laus við fæðingu og þá er hvolpurinn blindur.
 
 
 
 
 

Blæðing í sjónu

Blæðing getur verið fylgikvilli en þá rifna smáæðar sem tengjast sjónunni og augað getur fyllst af blóði.   En má nota alla collíhunda til undaneldis?

Aðeins ætti að nota heilbrigða hunda til undaneldis og EKKI hunda sem hafa greinzt með alvarleg einkenni misvaxtar í æða- og sjónuhjúp eða sem eru með sjóntaugarglufu.Nota má til undaneldis þá hunda sem eru með vægustu gráður (1 -2) af misvexti í æða- og sjónuhjúp (CRD) og þá hunda sem hafa farið í DNA próf til rannsóknar á sjóntaugarglufu (Coloboma) og hafa greinzt heilbrigðir þar sem og í augnskoðun.

Finn Boserup
Finn Boserup

Finn Boserup, dýralæknir og fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta, er sérfræðingur í augnsjúkdómum dýra. Sérfræðingsmenntun sína hlaut hann í London (London University) og við Sænska dýralæknaháskólann í Uppsölum (Sveriges Landbruksuniversitet). Auk þessa hefur Finn verið leiðbeinandi á mörgum og námskeiðum ætluð dýralæknum í augnsjúkdómum hunda, katta og hesta, er fulltrúi Dana í NECC (Nordisk Eksamenskommision) sem prófar þá dýralækna sem gangast undir próf til að öðlast starfsréttindi sem augndýralæknar, úrskurðar í ágreiningsmálum er varða augnsjúkdóma (Chief-panelist) og prófdómari við Dýralæknaháskólann í Kaupmannahöfn í sjúkdómum hunda og katta.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd