Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Veirukvef!

Höfundur: • Fimmtudagur, 17.feb, 2022 • Flokkur: Almennt

Undanfarnar vikur hefur hér á höfuðborgarsvæðinu borið nokkuð á einkennum í öndunarfærum hunda með þurrum hósta og nefrennsli og meira en eðlilegt kann að teljast. Sjúkdómurinn virðist bráðsmitandi, en sem betur fer hefur afar lítið borið á alvarlegum veikindum og flestir smitaðir hundar virðast ná sér fljótt og vel á einhverjum dögum.



Hótelhósti

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.jan, 2022 • Flokkur: Hundar

eða smitandi barka- og berkjubólga (Infektiøs tracheobronchitis), er bráðsmitandi sjúkdómur  sem nær yfir lungu og öndunarveg hunda og veldur misalvarlegum veikindum.
Hótelhósti brýst gjarnan út þar sem margir hundar eru samankomnir og eins og til dæmis á hundahótelum og af því dregur sjúkdómurinn nafn sitt, hundasýningum og námskeiðum.



Kynþroski tíka, lóðarí og getnaðarvarnir

Höfundur: • Föstudagur, 30.apr, 2021 • Flokkur: Almennt

Tíkur verða kynþroska á aldrinum 6 – 12 mánaða að meðaltali sem getur verið bæði einstaklings- og tegundabundið. Fyrstu einkenni kynþroskans er stækkun ytri kynfæra og blóðug útferð og þá er sagt að tíkin sé lóða.



Hundaskottið og táknmál þess!

Höfundur: • Föstudagur, 15.jan, 2021 • Flokkur: Almennt

Líkamstjáning hundsins er nokkuð flókin en skottið sem er áberandi líkamshluti hans sýnir hugarástand hans, rétt eins og andlitið sýnir svipbrigði okkar.



Kórónaveiran, hundar og kettir!

Höfundur: • Sunnudagur, 15.mar, 2020 • Flokkur: Almennt

Kórónaveiran COVID-19 skekur nú heimsbyggðina svo um munar, en er hún hættuleg gæludýrunum okkar, geta þau veikst eða jafnvel smitað okkur?



Súkkulaði – nammi fyrir alla?

Höfundur: • Laugardagur, 15.apr, 2017 • Flokkur: Almennt, Hundar

Súkkulaði er áreiðanlega meðal þess besta sem margir tvífættir fá og gæða sér á. Þó gott sé, er það er það víst bæði fitandi fyrir okkur og skemmir tennurnar, en fyrir hunda og ketti (og hesta)  getur það verið enn skaðlegra. Súkkulaði inniheldur nefninlega efnasambönd sem geta valdið eitrun hjá dýrum, séu þau innbyrt í […]



Kattaflær

Höfundur: • Fimmtudagur, 24.mar, 2016 • Flokkur: Almennt

Við megum sannarlega teljast heppin hér á Íslandi, og getum þakkað það legu Íslands og einangrun, að hafa að mestu verið laus við smitandi og alvarlega sjúkdóma sem og útvortis sníkjudýr. En nýlega greindist kattafló hér á landi; vágestur sem bæði fer- og tvífættir vilja vera lausir við, enda frekar óþægilegur við nána kynningu.



Gláka

Höfundur: • Laugardagur, 6.feb, 2016 • Flokkur: Almennt

Gláka er illlæknanlegur augnsjúkdómur hjá hundum og köttum. Finn Boserup Jørgensen, dýralæknir og sérfræðingur í augnsjúkdómum hunda og katta, hefur tekið hér saman helztu einkenni gláku og hvað eigandinn eigi að gera hafi hann grun um þennan sársaukafulla augnsjúkdóm.



Pörun og vandamál

Höfundur: • Laugardagur, 16.jan, 2016 • Flokkur: Almennt

Þó pörun gangi í flestum tilfellum vel og heilbrigðir hvolpar líti dagsins ljós í fyllingu tímans, skjóta vandamál þó stundum upp kollinum. Sem betur fer finnst stundum einföld lausn á vandanum, en í alvarlegustu tilfellunum getur annað hvort tíkin eða hundurinn verið ófrjó.



Gæludýr og gos

Höfundur: • Laugardagur, 15.nóv, 2014 • Flokkur: Almennt

Gosaska og brennisteinsdíoxíð er ekkert síður hættuleg hundum og köttum en okkur mannfólkinu. En hvað á að gera dreifist í því ástandi sem nú ríkið við gosið í Holuhrauni og þeirri loftmengun sem því fylgir?