Veirukvef!
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Fimmtudagur, 17.feb, 2022 • Flokkur: AlmenntUndanfarnar vikur hefur hér á höfuðborgarsvæðinu borið nokkuð á einkennum í öndunarfærum hunda með þurrum hósta og nefrennsli og meira en eðlilegt kann að teljast. Sjúkdómurinn virðist bráðsmitandi, en sem betur fer hefur afar lítið borið á alvarlegum veikindum og flestir smitaðir hundar virðast ná sér fljótt og vel á einhverjum dögum.









