Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Hársekkjamaur (Demodex canis)

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Hundar

Hársekkjamaur hundsins (Demodex canis) er örsmátt sníkjudýr sem lifir í hársekkjum húðarinnar. Maurinn tilheyrir eðlilegri flóru húðarinnar og hjá flestum hundum veldur hann hvorki einkennum né sjúkdómi. Fjölgi hann sér hins vegar óhóflega, getur hann valdið sýkingu sem er algengust hjá ungum hundum (juvenile demodicosis). Oftast er það  vegna þess að mótstaða þeirra er léleg […]



Eru rúsínur og vínber hollustufæði fyrir hundinn?

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar

Rúsínur og vínber (Vitis vinifera) hafa alla tíð verið taldar hið mesta hollustufæði fyrir okkur tvífætta og neyzla þeirra sennilega seint talin geta valdið veikindum og hvað þá dauða. En það á ekki við um hunda, því rúsínu- og vínberjaát getur sannarlega reynzt þeim bannvænn biti og eftir því sem bezt er vitað, eru þeir […]



Smitsjúkdómar í hundum og köttum á Íslandi

Höfundur: • Laugardagur, 27.jan, 2007 • Flokkur: Hundar, Kettir

Eftirfarandi sjúkdómar eða mótefni gegn þeim hafa verið staðfestir í hundum og köttum á Íslandi, að hundaæði undanskildu, þó frásögn og lýsing frá 18. öld á sjúkdómi er gaus upp í hundum á Austurlandi gæti átt hugsanlega átt við hundaæði. Hundar Veirusjúkdómar Hundaæði (Rabies) Ekki er vitað með vissu hvort hundaæðis hafi nokkurn tímann orðið […]



Smitandi lífhimnubólga í köttum – FIP

Höfundur: • Þriðjudagur, 7.mar, 2006 • Flokkur: Kettir

Smitandi lífhimnubólga í köttum (Feline Infectious Peritonitis) er ekki  algengur sjúkdómur, en hins vegar mjög alvarlegur og hefur til skamms tíma verið talinn algjörlega ólæknandi. Sjúkdómurinn leggst aðallega á unga ketti og er dánartíðnin þeirra katta sem veikjast mjög há, eða nærri 100%. Margir þættir geta orðið þess valdandi að köttur veikist, smitist hann af […]



Bogfrymlasótt – áhættusöm fyrir vanfærar konur?

Höfundur: • Miðvikudagur, 15.feb, 2006 • Flokkur: Kettir

Bogfrymlasótt er venjulegast einkennalaus sjúkdómur og ekki hættuleg heilbrigðum einstaklingum sem mynda mótefni gegn honum á 1 – 2 vikum. Hjá varnarskertum einstaklingum, og þunguðum konum, getur bogfrymlasótt  hins vegar verið hættulegur sjúkdómur og getur í verstu tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel fósturláti. Tíðni smits er misjöfn eftir löndum, en skortur á […]



Smitandi lifrarbólga í hundum

Höfundur: • Laugardagur, 11.feb, 2006 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómurinn smitandi lifrarbólga greindist fyrst í silfurrefum árið 1925, en ekki sem sérstakur sjúkdómur í hundum fyrr en árið 1947. Fram til þess tíma var smitandi lifrarbólga álitin hluti af sjúkdómseinkennum hundapestarinnar og að heilabólgan í refum væri jafnframt af sama toga. Smitandi lifrarbólga hefur verið þekktur sjúkdómur í hundum á Íslandi undanfarna rúma tvo […]



Virkjum okkur!

Höfundur: • Miðvikudagur, 18.jan, 2006 • Flokkur: Fréttir

„Hverju viltu breyta, ertu með góða hugmynd? Nú er komið að þér að eiga beinan þátt í mótun Reykjavíkur.“ Þetta góða boð fengum við Reykjavíkingar nýlega frá umhverfissviði borgarinnar. Með þeim orðum hvetur það okkur borgarbúa til að koma á framfæri hugmyndum okkar um betri Reykjavík og geta þannig átt beinan þátt í mótun hennar. […]



Spóluormar í köttum (Toxocara cati)

Höfundur: • Miðvikudagur, 4.jan, 2006 • Flokkur: Kettir

Spóluormurinn er algengur í köttum og finnst alls staðar þar sem kettir eru. Aðalhýsill þessa spóluorms (Toxocara cati)er kötturinn, en millihýslar geta verið bæði smáfuglar og meindýr Einkenni spóluormasmits er niðurgangur, þaninn kviður og ljótur og mattur feldur. Þessi einkenni eru algengast hjá kettlingum og ungum köttum, en fullorðnir kettir eru oft einkennalausir, þó þeir […]



Spóluormar í hundum (Toxocara canis)

Höfundur: • Þriðjudagur, 3.jan, 2006 • Flokkur: Hundar

Aðalhýsill spóluormsins er hundurinn, en hann finnst einnig í refum og öðrum dýrum. Spóluormar eru algengari í hvolpum og ungum hundum en fullorðnum einstaklingum. Smitleiðir eru margar. Smit getur borizt í fóstur um fylgju (lirfur) sem veldur því að hvolparnir fæðast fullir af ormum, lirfur berast með móðurmjólkinni í hvolpana, egg spóluormsins menga umhverfið og […]



Arfgeng, vaxandi sjónurýrnun (PRA)

Höfundur: • Fimmtudagur, 3.nóv, 2005 • Flokkur: Hundar

Orsökin er óþekkt. Sjónan (retína) er innsta lag augans, ljósnæm, gegnsæ og samsett úr mörgum frumulögum. Í einu þeirra sitja frumurnar (fotoreceptorar) sem nema ljósið og kallast tappar og stafir. Stafirnir eru ljósnæmir og nema mjög daufa birtu, en tapparnir skynja mikla birtu, liti og skerpu. Rándýr hafa mun fleiri stafi en tappa sem skýrir […]