Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Bólusetning gegn smáveirusótt hafin með lifandi bóluefni

Höfundur: • 11. okt, 2003 • Flokkur: Fréttir

Hér á stofunni var byrjað að bólusetja hunda gegn smáveirusótt með lifandi bóluefni föstudaginn 10.október, en fram til þessa hafði notkun lifandi bóluefnis verið bönnuð.

Hundeigendur urðu margir hverjir varir við það í sumar, að bóluefni gegn smáveirusótt var ekki fáanlegt. Ástæðan var sú að bóluefnið Canlan, sem inniheldur mótefni gegn bæði smáveirusótt og smitandi lifrarbólgu, var tekið af markaðnum vegna mengunar í framleiðsluferli og framleiðslu þess bóluefnis sem við höfum lengst notað, CandurP, var einfaldlega hætt. Þessi bóluefni innihéldu bæði deydda mótefnavaka og slík bóluefni eru nánast ófáanleg  í dag, en þau bóluefni sem notuð eru erlendis innihalda lifandi mótefnavaka.

Þegar bólusett er með lifandi bóluefni, er ferlið nokkuð frábrugðið því sem íslenzkir hundeigendur hafa vanizt til þessa, en fer þó nokkuð eftir hvert bóluefnið er. Hægt er að upphafsbólusetja  hvolpa frá 6 vikna aldri, en þá skulu þeir endurbólusettir u.þ.b.12 vikna. Sé bóluefnið NOBIVAC PARVO LIVE vet.notað, þarf hins vegar ekki að endurbólusetja hvolpa, sem bólusettir eru eldri en 12 vikna í fyrsta sinn, fyrr en eftir 2 ár. Reyndar er mikil umræða meðal dýralækna hve oft eigi að bólusetja hunda. Flestir dýralæknar fara eftir leiðbeiningum framleiðenda bóluefnanna sem þeir nota og því er mikilvægt, að hundeigendur fylgi leiðbeiningum dýralæknisins um endurbólusetningu.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd