Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Niðurgangskvilli í hundum hefur gert vart við sig í hundum í vor og sumar

Höfundur: • 25. sep, 2004 • Flokkur: Fréttir

Snemma í vor bar á því, að hundar fengju niðurgang og stundum fylgdu uppköst með. Í flestum tilfellum varð hundurinn ekki lasinn og gekk þetta yfir á nokkrum dögum.

Í byrjun var því um kennt að hundurinn hefði étið eitthvað miður hollt, gleypt geitung eða orðið kalt. En með haustinu varð ljóst að ekki var eingöngu því um að kenna, því „eitthvað“ annað virtist vera í gangi, því þrír hundar, aðallega óbólusettir hvolpar, höfðu drepist. Í ljós kom við krufningu að dánarorsökin var smáveirusótt (parvó). Embætti yfirdýralæknis ákvað að láta kanna hvað væri á seiði og hver tíðni niðurgangstilfellanna væri. Í samráði við smádýralækna var ráðist í taka saursýni frá þeim hundum sem veiktust. Dýralæknarnir sendu inn saursýni og í mörgum tilfellum leiddi rannsókn í ljós, að um smáveirusótt var að ræða. Fjöldi sýna sem hefur verið rannsakaður er eitthvað inna 5o alls og mörg þeirra sýndu jákvæða svörun við smáveiruprófi.

Þeir hundar sem komið hefur verið með hingað á stofuna, hafa allir náð sér án annarrar meðferðar en að hafa verið settir á sjúkrafæði. Alltaf er hringt með hunda sem hafa niðurgang og jafnvel uppköst. Eðli málsins samkvæmt getur verið erfitt að komast að því hvað veldur og oftast á kvillinn sé eðlilegar skýringar.

Eins og staðan er í dag er sem betur fer engin ástæða til að hafa áhyggjur og niðurgangstilfellunum fækkar jafnt og þétt. Mikilvægt er hins vegar að hundeigendur gæti þess vel að viðhalda bólusetningum hunda sinna, en það er öruggasta vörnin gegn smitandi veirusjúkdómum.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd