Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni

Höfundur: • 13. jan, 2005 • Flokkur: Fréttir

Ný reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni hefur loksins litið dagsins ljós. Ákvæði nýju reglugerðarinnar eru mun afdráttarlausari og skýrari en gömlu reglugerðarinnar, enda gilti hún raunar aðeins um dýrahald í atvinnuskyni og var auk þess almennt orðuð. Sú reglugerð náði einnig yfir öll dýr en ekki gæludýr eingöngu. Löngu var orðið ljóst, að með aukinni gæludýraeign og sérstaklega þeirri bitru staðreynd, að hér á landi voru komin hundabú með fleiri tugum hunda ef ekki hundruðum, vantaði sárlega reglugerð með skýrum ákvæðum m.a. um aðbúnað og meðferð þeirra gæludýra sem voru svo ólánsöm að lenda á slíkum stað.

Umhverfisráðherra skipaði starfshóp árið 2002 sem skyldi semja reglugerð um aðbúnað, meðferð og umhirðu gæludýra ásamt því að endurskoða þágildandi reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni. Starfshópurinn var skipaður 3 dýralæknum, þar af tveimur er stunduðuðu smádýralækningar  og var annar þeirra Helga Finnsdóttir, líffræðingi með sérþekkingu á atferli dýra og starfsmanni umhverfisráðuneytisins sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Nefndin setti sér það markmið að hvert ákvæði reglugerðarinnar skyldi þannig samið, að það verði hagsmuni sérhvers gæludýrs, sama hvert það væri eða hvar það væri. Reglugerðin er í tveimur hlutum; sá fyrri fjallar um aðbúnað, meðferð og umhirðu gæludýra hvar sem þau eru, en seinni kaflinn er um dýrahald í atvinnuskyni með sérákvæðum um þau dýr sem haldin eru í þeim tilgangi.

Reglugerðardrög nefndarinnar voru síðan send ýmsum hagsmunaaðilum til umsagnar og öðlaðist loks samþykki Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra hinn 22. desember 2004. Vonandi verða ákvæði reglugerðarinnar þess megnug að stuðla að góðri meðferð og aðbúnaði allra gæludýra.

Skoðið nýju reglugerðina hér.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd