Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Í okkar augum er dýrið þitt einstakt.

Höfundur: • 6. nóv, 2002 • Flokkur: Stofukynning á forsíðu

ÞEKKING – REYNSLA – ÞJÓNUSTA

Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur var stofnuð árið 1981 og frá upphafi höfum við lagt okkur fram um að veita  viðskiptavinum stofunnar góða þjónustu byggða á faglegri þekkingu, sama hvert dýrið er.

Sérgrein Helgu eru sjúkdómar hunda og katta með áherzlu á æxlunarfræði (reproduktion) hunda og aðstoð við ræktendur til að búa til heilbrigða og yndislega hvolpa með fersku eða frystu sæði.

Stofan er mjög vel búin tækjum svo sem stafrænum röntgentækjum, blóðrannsóknartækjum, tækjum til ómskoðunar og tannhreinsunar o.fl. o.fl..  Geymum fryst sæði og sæðum með frystu sæði.

Gæludýraeign eykst stöðugt og teljast gæludýr sjálfsagður hluti af fjölskyldunni. En hvaða dýr teljast til gæludýra? Í hugum flestra eru það sennilega fyrst og fremst hundar og kettir, en búrfuglar, kanínur og nagdýr eru einnig gæludýr sem gleðja eigendur sína ekki síður með vináttu og notalegri nærveru.

Vefsíða stofunnar

er ætluð til að veita lesendum hennar faglega fræðslu og gagnlegar upplýsingar um gæludýr, meðferð þeirra og daglega umhirðu, aðbúnað og helztu sjúkdóma.

TÍMAPANTANIR OG VIÐTALSTÍMAR

ERU ALLA VIRKA DAGA

KLUKKAN 09 -11 Í SÍMA 553 7107

Utan almenns vinnutíma, og um helgar, er neyðarþjónusta í síma 553 7107.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Comments are closed.