Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Hvað ber að varast á vorin?

Höfundur: • 15. apr, 2017 • Flokkur: Almennt, Hundar

Nú er blessað vorið á næsta leyti, dagurinn lengist, sólin skín  og gróðurinn er farinn að gægjast upp eftir langa vetrardvöl í kaldri moldinni. En vorið, og fallegu vorboðarnir, kæta ekki bara augað, því þeir geta sumir hverjir verið hættulegir hundum.

Vorið er þá ekki síður skemmtilegur tími fyrir hundeigandann sem hlakkar til að spretta úr spori upp um fjöll og firnindi með bezta vininum eða hjóla hressandi túra eftir malbikuðum hjólastígum.

En  hundeigendur þurfa að hafa í huga þegar vorið kallar, að ofgera ekki hundinum, og þá sérstaklega hvolpum og ungum hundum, með of löngum gönguferðum, að ekki sé minnst á hjóla/hlaupatúra!

Það er því mikilvægt að hundeigendurnir gæti vel að velferð hundsins í hvívetna, jafnt í garðinum heima sem í gönguferðum.

Hjóla- og gönguferðir
Myndaniðurstaða fyrir hund og cykeltur

  1. Hjólaferð með hvolpa eða unghunda getur verið allt of mikil áreynzla á vöðva, bein og sinar. Hjólið bara með fullorðna hunda.
  2. Þó hundurinn sé fullorðinn þarf samt að byrja ,,hlaupa/hjóla“ þjálfunina hægt og rólega og forðast að hundurinn ofreyni sig, því viljinn ber hann oft hraðar en getan. Byrjið á því að ganga í nokkrar mínútur, þá hlaupa í mínútu og hlaupið svo áfram  á víxl í um 20 mínútur.
  3. Dragist hundurinn aftur úr, er það einfaldlega merki þess að hann er þreyttur!
  4. Gott er að byrja þjálfunina frekar á flatlendi en í brattlendi, því eins og áður sagði, ber viljinn hundinn oft lengra en getan sem getur leitt til álagsmeiðsla.
  5. Hjólaferðir á malbiki, eða gönguferðir í hrauni, geta valdið verulegum meiðslum á þófum. Hér á stofunni sjáum við ekki ósjaldan slit á húðinni á þófunum svo sér í opna kviku sem er auðvitað hræðilega sársaukafullt fyrir hundinn.

 

 Gróður

Á vorin eru beðin í görðum yfirfull af litfögrum  vorblómum sem sum koma upp af margvíslegum laukum. Oft er það laukurinn (rétt eins og matarlaukar) eða rótarhnýðið, sem er eitrað, stundum plöntusafinn og stundum er það öll plantan og getur þá verið nægilegt að hundurinn sleiki plöntublöðin til að verða fyrir eituráhrifum.

Auðvitað eru það frekar hvolpar en fullorðnir hundar sem helzt þurfa að skoða vel það sem á vegi þeirra verður, sleikja og jafnvel smakka örlítið á skemmtilegum laukum og jafnvel grafa þá upp.

TúlípMyndaniðurstaða fyrir túlípanaranar. Öll plantan er eitruð en þó sérstaklega laukurinn. Laukátið getur valdið uppköstum og niðurgangi og getur, í verstu tilfellum, valdið dauða, en þá þarf reyndar að éta verulegt magn sem er afar ósennilegt.

 

 

                                 

PáskMyndaniðurstaða fyrir páskaliljuraliljur. Það er aðallega safinn í blóminu sem veldur eitrun, en einnig laukurinn. Einkennin geta verið þau að hundurinn hnigi skyndilega niður eða virðist lamast. Þar sem páskaliljur eru afar algengar í görðum og jafnvel á víðavangi, þarf að hafa athyglina á hvolpum sem vilja snusa af páskaliljum.

 

 

 

Myndaniðurstaða fyrir vetrargosi

Vetrargosi (Erantis). Það er laukurinn sem veldur eituráhrifum og einkenni eitrunarinnar eru uppköst, niðurgangur og hjartasláttaróregla.

 

 

 

DalaMyndaniðurstaða fyrir dalaliljalilja. Öll plantan er eitruð og þar sem hún ilmar vel, gæti ilmurinn hugsanlega vakið athygli forvitinna hvolpa á henni. En sem betur fer er hún líka bragðvond sem minnkar vonandi líkurnar á að hundurinn vilji éta hana. Einkenni eitrunarinnar eru ógleði, magaverkir og verkir fyrir brjósti.

 

 

 

Myndaniðurstaða fyrir lyngrósirLyngrósir (Rhododendron) er sígrænn runni sem blómstrar hér á landi í júni og júlí. Allir hlutar hans eru eitraðir og til að framkalla eituráhrif sem eru slef, uppköst, krampi og jafnvel hjartastopp, er nóg að hundurinn sleiki plöntuna eða japli aðeins á henni

 

 

 

Það er því skynsamlegt að undirbúa vel göngu- eða hjólaferðir svo þær verði ekki til þess að hundurinn verði  fyrir álagsmeiðslum. Ekki er síður mikilvægt að kynna sér vel hvaða plöntur geta verið hættulegar, sérstaklega forvitnum hvolpum og unghundum, og láta þá aldrei vera eina og eftirlitslausa úti í garði.

Heimildir og myndir:
Hunden, blað danska hundaræktarfélagsins (Dansk Kennelklub) 2017 og
veraldarvefurinn.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Settu inn athugasemd