Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Fuglainflúenzan og gæludýr

Höfundur: • Fimmtudagur, 13.maí, 2004 • Flokkur: Almennt

Fuglainflúenza hefur verið þekkt síðan um 1880 og kom fyrst upp á Ítalíu, en núverandi faraldur, sem hófst um mitt ár 2003, er umfangsmesti og alvarlegasti fuglaflenzufaraldur frá upphafi. Sjúkdómurinn hefur nú náð hingað til vesturhluta Evrópu og virðist ekkert lát vera á útbreiðslunni. Aldrei í sögunni hefur sjúkdómurinn greinzt í jafnmörgum löndum í einu […]



Kynþroski katta

Höfundur: • Mánudagur, 16.feb, 2004 • Flokkur: Kettir

Kettir eru um margt sérstök dýr og eiga sér margar hliðar, ekki bara í fjölda lífa, heldur er t.d. æxlunarmynstur þeirra og meðganga flóknari en hjá öðrum tömdum rándýrum. Kynþroski Flestir kettir verða kynþroska 6-10 mánaða, læður heldur fyrr en fress. Kynþroskinn  ræðst að einhverju leyti af því á hvaða árstíma kisa er fædd en […]



Bólga og sýking í endaþarmssekkjum hunda

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómar í endaþarmssekkjum eru mun algengari hjá hundum en köttum. Oftast er um að ræða stíflaðan endaþarmssekk sem getur valdið óþægindum og það stundum verulegum, en hlaupi sýking í bólginn endaþarmssekk er það afar sársaukafullt. Hvar eru endaþarmssekkirnir? Endaþarmssekkirnir, tveir litlir kirtlar á stærð við stóra baun 4 og 8 sé miðað við úrskífu. Innihald […]



Ofnæmi í köttum

Höfundur: • Miðvikudagur, 26.nóv, 2003 • Flokkur: Kettir

Ofnæmi í köttum er ekki óþekkt fyrirbæri og geta þeir, ekkert síður en við mannfólkið, fengið ofnæmi. Ofnæmið, sem stafar af ofurnæmi kattarins gegn efnum í umhverfinu eða fóðrinu, vaknar við að efnið, það er ofnæmisvakinn, berst á köttinn, ofan í hann við öndun eða við inntöku fóðurs. Oftast er kötturinn á aldrinum 6 mánaða […]



Naggrísir

Höfundur: • Fimmtudagur, 23.okt, 2003 • Flokkur: Kanínur og nagdýr

Naggrísir, stundum kallaðir marsvín, eru upphaflega ættaðir frá Suðurameríku (Ekvador, Bólivía og Perú) og lifðu þar í grasi vöxnum hlíðum Andesfjallanna. Talið er að þeir hafi fylgt manninum mjög lengi eða allt frá því 5000 árum f.kr. og teljast því til fyrstu húsdýra mannsins. Upprunalega voru naggrísir notaðir til matar, en seinna einnig til fórna […]



Hamstrar

Höfundur: • Fimmtudagur, 23.okt, 2003 • Flokkur: Kanínur og nagdýr

Hamstrafjölskyldan, Cricetidae, samanstendur af u.þ.b. 100 mismunandi tegundum hamstra sem eru útbreiddar um allan heim. Algengastur meðal gæludýra er gullhamsturinn, Mesocricetus auratus, sem á uppruna sinn að rekja til Miðausturlanda (Sýrlands). Gullhamsturinn telst til lítilla eða meðalstórra nagdýra og hefur, eins og önnur nagdýr, rótlausar tennur, þ.e. tennur sem vaxa allt lífið. Einkennandi fyrir hamstrana […]



Kanínur

Höfundur: • Fimmtudagur, 23.okt, 2003 • Flokkur: Kanínur og nagdýr

Kanínur eru vinsæl gæludýr sem tilheyra fjölskyldu héra (leporidae) og er vísindaheiti þeirra Oryctolagus cuniculus sem þýðir einfaldlega „grafarinn sem líkist héra og grefur neðanjarðargöng“. Uppruna evrópsku villikanínunnar má rekja til Spánar (Íberíuskagans) um 4000 ár aftur í tímann og fyrstu frásagnir um að þær hafi verið í haldi manna eru frá dögum Rómverja við […]



Bólusetning gegn smáveirusótt hafin með lifandi bóluefni

Höfundur: • Laugardagur, 11.okt, 2003 • Flokkur: Fréttir

Hér á stofunni var byrjað að bólusetja hunda gegn smáveirusótt með lifandi bóluefni föstudaginn 10.október, en fram til þessa hafði notkun lifandi bóluefnis verið bönnuð. Hundeigendur urðu margir hverjir varir við það í sumar, að bóluefni gegn smáveirusótt var ekki fáanlegt. Ástæðan var sú að bóluefnið Canlan, sem inniheldur mótefni gegn bæði smáveirusótt og smitandi […]



Langvinnur hjartalokusjúkdómur í cavalierhundum

Höfundur: • Sunnudagur, 28.sep, 2003 • Flokkur: Hundar

Eftirfarandi grein er eftir Clarence Kvart, dýralækni, rituð í Uppsölum í september 2000.            Hrörnun í hjartalokum milli gáttar og slegils er algengur hjartasjúkdómur í cavalierhundum. Niðurstöðum rannsókna í Englandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Svíþjóð ber öllum saman um að tíðni hjartamurrs í cavalierhundum aukist verulega frá 5 ára aldri.            Hjartalokuhrörnun með stigvaxandi hrörnun […]



Í okkar augum er dýrið þitt einstakt.

Höfundur: • Miðvikudagur, 6.nóv, 2002 • Flokkur: Stofukynning á forsíðu

Velkomin(n) á vefsíðu Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Skipasundi 15, en sérgrein Helgu eru sjúkdómar hunda og katta með áherzlu á æxlun og pörun hunda.

Þekking – reynsla – þjónusta

Sama hverrar tegundar sem dýrið þitt er, þá bjóðum við ykkur velkomin hingað á stofuna og munum leitast við að sinna ykkur af þekkingu, alúð, umhyggju og áratuga reynslu.

Stofan er mjög vel búin tækjum svo sem blóðrannsóknar- og stafrænum röntgentækjum, tækjum til ómskoðunar og tannhreinsunar.
Geymum einnig fryst sæði.

TÍMAPANTANIR OG VIÐTALSTÍMAR

eru alla virka daga milli klukkan 10 – 11

í síma 553 7107.