Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Gláka

Höfundur: • Laugardagur, 6.feb, 2016 • Flokkur: Almennt

Gláka er illlæknanlegur augnsjúkdómur hjá hundum og köttum. Finn Boserup Jørgensen, dýralæknir og sérfræðingur í augnsjúkdómum hunda og katta, hefur tekið hér saman helztu einkenni gláku og hvað eigandinn eigi að gera hafi hann grun um þennan sársaukafulla augnsjúkdóm.Pörun og vandamál

Höfundur: • Laugardagur, 16.jan, 2016 • Flokkur: Almennt

Þó pörun gangi í flestum tilfellum vel og heilbrigðir hvolpar líti dagsins ljós í fyllingu tímans, skjóta vandamál þó stundum upp kollinum. Sem betur fer finnst stundum einföld lausn á vandanum, en í alvarlegustu tilfellunum getur annað hvort tíkin eða hundurinn verið ófrjó.Gæludýr og gos

Höfundur: • Laugardagur, 15.nóv, 2014 • Flokkur: Almennt

Gosaska og brennisteinsdíoxíð er ekkert síður hættuleg hundum og köttum en okkur mannfólkinu. En hvað á að gera dreifist í því ástandi sem nú ríkið við gosið í Holuhrauni og þeirri loftmengun sem því fylgir?Vefjasullur finnst í sláturlambi!

Höfundur: • Miðvikudagur, 29.okt, 2014 • Flokkur: Almennt

Á vef Matvælastofnunar birtist frétt um það, að í haust hafi fundizt vefjasullur í lambi, en sá fundur segir nokkuð fyrir víst að á svæðinu sé hundur eða hundar sem eru sýktir af bandorminum Taenia ovis. Þessi bandormur er ekki hættulegur fólki, en það var frændi hans, ígulsullurinn, hins vegar. Þó telja megi nokkuð víst að honum hafi verið útrýmt á Íslandi, eru fleiri vágestir á ferð sem geta valdið miklum skaða, sé ekki vel að gætt!Kviðslit

Höfundur: • Sunnudagur, 2.feb, 2014 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Kviðslit er sjúkdómur sem orsakast af því að kviðveggurinn er ekki nægilega sterkur á afmörkuðu svæði svo hluti kviðfitu eða garna treðst út um gatið. Sennilega kannast flestir hunda- eða kattaræktendur við það að einn og einn kettlingur eða hvolpur fæðist með mjúka kúlu á maganum sem getur stækkað eða minnkað eftir aðstæðum.Bann við innflutningi flækingshunda frá Rúmeníu til Noregs!

Höfundur: • Sunnudagur, 9.jún, 2013 • Flokkur: Almennt

Nýverið hafa norsk dýraheilbrigðisyfirvöld bannað tímabundið innflutning rúmenskra flækingshunda il Noregs. Ástæðan er ótti við að hundarnir geti borið með sér hættulega smitsjúkdóma og sníkjudýr til landsins.Rangstæð augnhár

Höfundur: • Sunnudagur, 24.feb, 2013 • Flokkur: Hundar

Rangstæð augnhár eru augnhár sem vaxa í ,,vitlausa“ átt. Slík augnhár og geta valdið bæði óþægindum og sársauka en eru líka stundum alveg einkennalaus.Nýr þráðormur finnst í hundum á Íslandi

Höfundur: • Sunnudagur, 4.mar, 2012 • Flokkur: Hundar

Í febrúar 2012 greindist í fyrsta sinni þráðormurinn Strongloides stercoralis í hundum á Íslandi, en hundarnir voru keyptir frá hundabúinu Dalsmynni. Nú 30. janúar 2013 hefur aftur greinzt mjög alvarlegt smit í hvolpi þaðan!Kolur fær sjónina á ný!

Höfundur: • Föstudagur, 13.jan, 2012 • Flokkur: Hundar

Í byrjun janúar var gerð hér á stofunni flókin aðgerð á augum schnauzerhundsins Kols, en hann greindist með starblindu á síðasta ári og var orðinn nær blindur.Húðmaur (Cheyletiella)

Höfundur: • Föstudagur, 16.apr, 2010 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Cheyletiella er áttfætlumaur, þ.e. hefur 4 pör af fótum sem fullorðinn og kynþroska maur. Maurinn berst auðveldlega á fólk, því hann er í hópi þeirra sníkjudýra sem setur ekki fyrir sig hvern eða hverja hann bítur!