Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Kviðslit

Höfundur: • 2. feb, 2014 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Naflaslit er oftast greinilegtSennilega kannast flestir ræktendur við það að stundum fæðist einn og einn hvolpur eða kettlingur með ,,kúlu“ á maganum oftast við naflann. Kúlan, haullinn, getur verið misstór og jafnvel horfið þegar hvolpurinn eða kettlingurinn liggur á bakinu og að sama skapi stækkað reyni þeir á sig.

En hvers vegna er þessi kúla þarna og er þetta hættulegt?

Kviðslit

Kviðslit kemur þar sem veikleiki er í kviðvegg

Kviðslit kemur þar sem veikleiki er í kviðvegg

er sjúkdómur sem orsakast af því að á afmörkuðu svæði er veiking í kviðveggnum og treðst þá hluti innyflanna, eða garna, út í gegn um gatið og myndar haulinn. Algengast er að kviðslitið sé við naflann þar sem naflastrengurinn gekk út í móðurkviði, naflakviðslit, en reyndar geta kviðslit verið annars staðar en í kringum naflann eins og t.d. í nára, pung, þind, kviðvegg eða í skurðöri.   Sé um naflakviðslit að ræða, lokar ,,gatið“ sér oftast vandræðalaust á fyrstu mánuðunum. en stundum kemur þá fyrir að smáhluti magafitunnar verði eftir í  haulnum og er það þá eiginlega bara smá útlitsgalli sem engin þörf er að hafa áhyggjur af.

Hvar er haullinn?

Náraslit

Hér sést haullinn milli júgurs og nára

Hér sést haullinn milli júgurs og nára

er algengast hjá tíkum og getur sést strax hjá hvolpinum, en kemur sjaldnast í ljós fyrr en tíkin hefur náð fullorðinsaldri. Þegar tíkin liggur á bakinu sést haullinn fyrir aftan öftustu spenana. Einungis er hægt að laga náraslit með skurðaðgerð sem ætti að gera sem fyrst eftir að greiningin liggur fyrir.Þar sem um getur verið að ræða arfgengan galla ætti ekki að nota tíkur með náraslit til undaneldis. Náraslit er hins vegar sjaldgæft hjá rökkum.

Slit við endaþarm/skottrót

finnst nær eingöngu hjá hundum, oftast þegar þeir eldast ( 5 – 6 ára) og eru fyrstu einkennin þau að hundurinn getur átt erfitt með að hafa hægðir. Við skoðun sést mjúk bólga til hliðar við endaþarmsopið. Bólgan getur verið öðru megin og jafnvel beggja megin og oft er innihaldið magafita eða garnir. Sé hundinum lyft upp að aftan (eins og hjólbörum), rennur innihaldið inn í kviðarholið og bólgan hverfur. Slitið er lagfært með skurðaðgerð.

Slit á kviðvegg/þindarslit

eru oftast afleiðing slysa, t.d. bílslyss eða áfloga og verður auðvitað að laga strax með aðgerð.

Getur kviðslit verið hættulegt?

Kviðslit er sem betur fer sjaldnast hættulegt, en auðvitað fer það eftir eðli þess og umfangi. Oftast er það oftast aðeins kviðarholsfita sem treðst út um gatið, en sé gatið það stórt að garnir eða önnur líffæri geti fylgt á eftir, getur það auðvitað haft alvarlegar afleiðingar. Garnirnar geta t.d. verið tómar þegar þær renna niður í pokann, en fyllist þær svo af innihaldi klemmast þær í haulnum sem getur skapað verulega hættu á blóðrásartruflunum sem aftur getur valdið lífshættulegu ástandi.

Heilbrigðisskoðun hvolpa og kettlinga

Við heilbrigðisskoðum hvolpa og kettlinga er alltaf gáð að hvort nokkur merki séu um naflakviðslit og þá hversu stórt gatið er, finnist merki um kviðslit. Sé gatið stórt er uðvitað ráðlagt að gera aðgerð við fyrsta tækifæri.

, dýralæknir, lauk námi frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1979. Starfaði sem dýralæknir á göngudeild skólans (Ambulatorisk Klinik) til ársloka 1980. Var í sérnámi í sjúkdómum hunda og katta í Kaupmannahöfn 1993 - 1996 og hlaut að námi loknu viðurkenningu danska dýralæknafélagsins sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta. Hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis eftir að námi lauk í smádýralækningum sem og atferli hunda og katta. Formaður vísindaráðs Hundaræktarfélags Íslands og einn af stofnendum hvolpaskóla HRFÍ (1986) og viðurkenndur leiðbeinandi á hvolpanámskeiðum skólans. Ritsjóri SÁMS, félagsblaðs HRFÍ 1987 - 1992 og hefur ritað fjölmargar greinar um sjúkdóma hunda og katta. Hefur verið skipuð í nokkrar nefndir um málefni gæludýra.
Skoða allar færslur sem hefur skrifað

Comments are closed.