Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Hundar

Fá gæludýrin okkar ,,Alzheimer“?

Höfundur: • Laugardagur, 17.okt, 2009 • Flokkur: Hundar, Kettir

Öldrunarsjúkdómar sem leiða til minnisglapa eru vel þekktir hjá okkur mannfólkinu, en hefur til skamms tíma ekki verið gefinn mikill gaumur hjá gæludýrum.



Nýtt bóluefni og bólusetningaráætlun

Höfundur: • Sunnudagur, 13.júl, 2008 • Flokkur: Hundar

Nýtt og margþátta lifandi bóluefni, Rekombitec C4, ætlað hundum, er nú komið á markaðinn, en síðastliðin 5 ár hefur sárlega vantað bóluefni gegn smitandi lifrarbólgu.



Fryst sæði, kostnaður og kröfur!

Höfundur: • Mánudagur, 16.jún, 2008 • Flokkur: Almennt, Hundar

Margir velta efalaust fyrir sér framkvæmd og kostnaði við innflutning og sæðingu með frystu sæði, en erfitt er að segja nákvæmlega til um tilheyrandi kostnaðarliði sem geta verið anzi breytilegir.



Sæðisbanki – og hvers vegna fryst sæði?

Höfundur: • Sunnudagur, 4.maí, 2008 • Flokkur: Almennt, Hundar

Með frystu sæði er mögulegt að fá til landsins erfðaefni beztu hunda sem völ er á hverju sinni; hunda sem eru heilbrigðir, hafa sýnt og sannað ræktunargildi sitt en eru sjaldnast sjálfir falir.



Holmæna (Syringomyelia)

Höfundur: • Föstudagur, 21.mar, 2008 • Flokkur: Hundar

Holmæna er alvarlegur sjúkdómur í mænu hunda (og þekkist líka í köttum)  og er orsök hans  afbrigðileg lögun á hnakkabeini. Afleiðingin er að of þröngt verður um litlaheilann sem getur truflað eðlilegt flæði mænuvökva milli heila og mænu svo vökvafyllt holrúm myndast í mænunni. Holmæna er þekkt í mörgum hundategundum svo sem yorkshire terrier, staffordshire […]



Augnsjúkdómar í hundum á Íslandi

Höfundur: • Þriðjudagur, 18.mar, 2008 • Flokkur: Hundar

 Undanfarna tvo áratugi hefur Hundaræktarfélag Íslands gengist fyrir árlegum augnskoðunum í þeim tilgangi að skoða hunda með tilliti til arfgengra augnsjúkdóma sem valda sjóndepru og eða blindu. Regluleg augnskoðun er mikilvæg leið til að kanna heilbrigðisástand hundanna með tilliti til þessara sjúkdóma. Hún er jafnframt leið til að sporna við undaneldi frá þeim hundum sem greinast […]



Áramótin nálgast!

Höfundur: • Föstudagur, 28.des, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar, Kettir

Framundan eru áramótin sem eru spennandi tími fyrir marga sprengjuglaða menn. Þessi tímamót geta þó að sama skapi verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr, því hávaðinn og ljósglamparnir sem fylgja flugeldum  og skottertum geta valdið þeim verulegri hræðslu svo jafnvel djörfustu veiðihundum stendur ekki alveg á sama. Eigendur gæludýra þurfa að undirbúa áramótin […]



Eyrnamaur (Otodectes cynotis)

Höfundur: • Sunnudagur, 3.jún, 2007 • Flokkur: Hundar, Kettir

Eyrnamaur er örsmátt sníkjudýr sem lifir í hlust hunda og katta. Eyrnamaurinn veldur þeim töluverðum óþægindum og  getur líka valdið alvarlegum eyrnabólgum og jafnvel miðeyrnabólgu með heyrnarleysi í kjölfarið, sé sýkingin það alvarleg að gat komi á  hljóðhimnuna. Eyrnamaur er ein algengasta orsök sjúkdóma í ytra eyra, sérstaklega hjá kettlingum og ungum köttum, og er […]



Klærnar og umhirða þeirra

Höfundur: • Sunnudagur, 6.maí, 2007 • Flokkur: Hundar, Kanínur og nagdýr, Kettir

Klóin er samsett úr hornlagi sem umlykur æða- og taugaendaríka kviku. Hún endar í oddi sem er mishvass eftir dýrategund og til hvers dýrið notar klærnar. Hornlag klónna getur ýmist verið ljóst eða dökkt á litinn og þegar það er ljóst, skín kvikan í gegn um hornlagið. Klær gæludýra, hvort sem um er að ræða […]



Hársekkjamaur (Demodex canis)

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Hundar

Hársekkjamaur hundsins (Demodex canis) er örsmátt sníkjudýr sem lifir í hársekkjum húðarinnar. Maurinn tilheyrir eðlilegri flóru húðarinnar og hjá flestum hundum veldur hann hvorki einkennum né sjúkdómi. Fjölgi hann sér hins vegar óhóflega, getur hann valdið sýkingu sem er algengust hjá ungum hundum (juvenile demodicosis). Oftast er það  vegna þess að mótstaða þeirra er léleg […]