Vefjasullur finnst í sláturlambi!
Höfundur: Helga Finnsdóttir • Miðvikudagur, 29.okt, 2014 • Flokkur: Almennt
Á vef Matvælastofnunar birtist frétt um það, að í haust hafi fundizt vefjasullur í lambi, en sá fundur segir nokkuð fyrir víst að á svæðinu sé hundur eða hundar sem eru sýktir af bandorminum Taenia ovis. Þessi bandormur er ekki hættulegur fólki, en það var frændi hans, ígulsullurinn, hins vegar. Þó telja megi nokkuð víst að honum hafi verið útrýmt á Íslandi, eru fleiri vágestir á ferð sem geta valdið miklum skaða, sé ekki vel að gætt!









