Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur

Skipasundi 15, 104 Reykjavík, Sími 553 7107

Eftir valinn höfund

Klærnar og umhirða þeirra

Höfundur: • Sunnudagur, 6.maí, 2007 • Flokkur: Hundar, Kanínur og nagdýr, Kettir

Klóin er samsett úr hornlagi sem umlykur æða- og taugaendaríka kviku. Hún endar í oddi sem er mishvass eftir dýrategund og til hvers dýrið notar klærnar. Hornlag klónna getur ýmist verið ljóst eða dökkt á litinn og þegar það er ljóst, skín kvikan í gegn um hornlagið. Klær gæludýra, hvort sem um er að ræða […]Fjölblöðrunýru (Polycystic Kidney Disease/PKD1)

Höfundur: • Sunnudagur, 25.mar, 2007 • Flokkur: Kettir

Blöðrumyndun í nýrum (fjölblöðrunýru – Polycystic Kidney Disease/PKD1) er  arfgengur og algjörlega ólæknandi sjúkdómur í köttum sem hefur verið þekktur um árabil. Þó sjúkdómurinn geti fundizt í köttum af hvaða kyni sem er, er hann algengastur í persaköttum eða blendingum þeirra, brezkum, snögghærðum (British Shorthair)-, exotic- og himalayjaköttum. En hvers vegna leggst sjúkdómurinn aðallega á […]Laukurinn og Ugla litla

Höfundur: • Miðvikudagur, 21.feb, 2007 • Flokkur: Almennt

Hverjum gæti nú dottið í hug að smábiti af lauk væri annað en tóm hollusta? En það er öðru nær, því laukur er hættulegur mörgum dýrategundum og sérstaklega köttum. Laukurinn veldur alvarlegu blóðleysi og sé hans neytt í of miklum mæli, getur blóðleysið jafnvel dregið dýrið til dauða. Í byrjun febrúar hringdi eigandi Uglu, lítillar […]Hársekkjamaur (Demodex canis)

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Hundar

Hársekkjamaur hundsins (Demodex canis) er örsmátt sníkjudýr sem lifir í hársekkjum húðarinnar. Maurinn tilheyrir eðlilegri flóru húðarinnar og hjá flestum hundum veldur hann hvorki einkennum né sjúkdómi. Fjölgi hann sér hins vegar óhóflega, getur hann valdið sýkingu sem er algengust hjá ungum hundum (juvenile demodicosis). Oftast er það  vegna þess að mótstaða þeirra er léleg […]Eru rúsínur og vínber hollustufæði fyrir hundinn?

Höfundur: • Sunnudagur, 28.jan, 2007 • Flokkur: Almennt, Hundar

Rúsínur og vínber (Vitis vinifera) hafa alla tíð verið taldar hið mesta hollustufæði fyrir okkur tvífætta og neyzla þeirra sennilega seint talin geta valdið veikindum og hvað þá dauða. En það á ekki við um hunda, því rúsínu- og vínberjaát getur sannarlega reynzt þeim bannvænn biti og eftir því sem bezt er vitað, eru þeir […]Smitsjúkdómar í hundum og köttum á Íslandi

Höfundur: • Laugardagur, 27.jan, 2007 • Flokkur: Hundar, Kettir

Eftirfarandi sjúkdómar eða mótefni gegn þeim hafa verið staðfestir í hundum og köttum á Íslandi, að hundaæði undanskildu, þó frásögn og lýsing frá 18. öld á sjúkdómi er gaus upp í hundum á Austurlandi gæti átt hugsanlega átt við hundaæði. Hundar Veirusjúkdómar Hundaæði (Rabies) Ekki er vitað með vissu hvort hundaæðis hafi nokkurn tímann orðið […]Smitandi lífhimnubólga í köttum – FIP

Höfundur: • Þriðjudagur, 7.mar, 2006 • Flokkur: Kettir

Smitandi lífhimnubólga í köttum (Feline infectious peritonitis) er ekki  algengur sjúkdómur, en hins vegar mjög alvarlegur og hefur til skamms tíma verið talinn algjörlega ólæknandi. Sjúkdómurinn leggst aðallega á unga ketti og er dánartíðnin þeirra katta sem veikjast mjög há, eða nærri 100%. Margir þættir geta orðið þess valdandi að köttur veikist, smitist hann af […]Bogfrymlasótt – áhættusöm fyrir vanfærar konur?

Höfundur: • Miðvikudagur, 15.feb, 2006 • Flokkur: Kettir

Bogfrymlasótt er venjulegast einkennalaus sjúkdómur og ekki hættuleg heilbrigðum einstaklingum sem mynda mótefni gegn honum á 1 – 2 vikum. Hjá varnarskertum einstaklingum, og þunguðum konum, getur bogfrymlasótt  hins vegar verið hættulegur sjúkdómur og getur í verstu tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel fósturláti. Tíðni smits er misjöfn eftir löndum, en skortur á […]Smitandi lifrarbólga í hundum

Höfundur: • Laugardagur, 11.feb, 2006 • Flokkur: Hundar

Sjúkdómurinn smitandi lifrarbólga greindist fyrst í silfurrefum árið 1925, en ekki sem sérstakur sjúkdómur í hundum fyrr en árið 1947. Fram til þess tíma var smitandi lifrarbólga álitin hluti af sjúkdómseinkennum hundapestarinnar og að heilabólgan í refum væri jafnframt af sama toga. Smitandi lifrarbólga hefur verið þekktur sjúkdómur í hundum á Íslandi undanfarna rúma tvo […]Virkjum okkur!

Höfundur: • Miðvikudagur, 18.jan, 2006 • Flokkur: Fréttir

„Hverju viltu breyta, ertu með góða hugmynd? Nú er komið að þér að eiga beinan þátt í mótun Reykjavíkur.“ Þetta góða boð fengum við Reykjavíkingar nýlega frá umhverfissviði borgarinnar. Með þeim orðum hvetur það okkur borgarbúa til að koma á framfæri hugmyndum okkar um betri Reykjavík og geta þannig átt beinan þátt í mótun hennar. […]